Hippinn
31.01.2006 16:56:55 / elba

Byggðin undir Hrauninu Kirkjuvegur 13, 11, 9A, 9B,


Frá vinstir talið þá sést aðeins í Kirkjuveg 13 Grafarholt: Íbúí þar 23 Janúar 1973: Layfey Guðjónsdóttir, Í dag búar þar Lára Emilsdóttir og Viðar Guðmundsson Kirkjuvegur 11 Borgarhóll: Íbúar 23 jan. Magnús Magnússon, Aðalbjörg Bergmundsdóttir, Birgir Bernódusson, Helgi Bernódusson, Jón Bernódusson, Þuríður Bernódusdóttir. Kirkjuvegur 9A Steinholt: Íbúar 23 jan. Birgir Sigurjónsson, Gunnar Jóhannsson, Elín Sigmundsd. Gunnar H. Gunnarsson, Elsa Gunnarsd. Klara Gunnarsd. Jóhannes Guðbjartsson, Fríða Jónsd. Kirkjuvegur 9b Grétar Halldórss, Halldór Jónsson, Ágústa Sveinsdóttir Svæðið fremst á myndinni var nefnt Kokkhúslá. Þetta  svæði var kennt við Kokkhús (Kochhus) sem stóð suður við Batavíu Heimagötu 8. 

» 1 hafa sagt sína skoðun

30.01.2006 15:55:39 / elba

Byggðin undir hrauninu Bakkastígur 9 (gamla símanúmerið var 1338)


Íbúar á Bakkastíg 9 þann 23 janúar 1973. Anna Halldórsdóttir, Arnoddur Gunnlaugsson og Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir  (en hún var stödd í Reykjavík þessa nótt)   Gosnóttina eru þau vakin af Ingvari Gunnlaugssyni,  þau yfirgefa húsið kl 03 og fóru til lands með Suðurey Ve 20.  Bakkastígur 9 fór undir hraunið aðfaranótt  23 mars  1973. 

» 1 hafa sagt sína skoðun

29.01.2006 23:04:35 / elba

Byggðin undir hrauninu Bakkastígur 4 (gamla símanúmerið var 1517)


Íbúar í þessu húsi 23 janúar 1973 voru Ragnar Kristinn Bjarnason, Pálína Jónsdóttir, dætur þeirra Ragnars og Pálínu þær Þórunn og Sigríður Ragnarsdætur.
Að kvöld 22 janúar 1973 var Pálína ásamt manni sínum og systur sinni Sigrúnu Jónsdóttur að undirbúa 50 ára afmæli Pálínu en hún varð 50 ára daginn eftir eða þann 23 jan. Þau eru því enn vakandi þegar gosið hófst og urðu þess var að mikill eldbjarmi var í austri. Þau yfirgefa húsið kl 04.  Og engin varð afmælisveislan á Bakkarstígnum eins og til stóð, terturnar sem voru tilbúnar fóru um borð í Lunda Ve en Ragnar var þar  vélsatjóri , fór fjölskyldan með Lundanum til lands en báturinn varð vélarvana á leiðinni og var því dreginn af Halkion hálfa leiðina meðan gert var við vélina.  Þess má geta að restin af veisluföngunum skiluðu sér aldrei nema rjóminn, hann kom hálfum mánuði seinna til Rvk, þá löngu ónýtur og engum til gagns.  Bakkastígur 4 fór undir hraunið 20-22 mars 1973

» 1 hafa sagt sína skoðun

27.01.2006 16:06:55 / elba

Heimatorg fyrir daga RafveitunnarÞessi mynd er tekin fyrir daga rafveitunnar, fremst má sjá Gothåb en þarna urðu síðar meir skrifstofur Hraðfrystistöðvarinnar áður en þær voru fluttar á Þingvelli, þá við hliðina er matstofan og þá Edinborg þar voru verbúðir. En litla húsið á miðri myndinni er Vegamót æsku heimili Hjalla sem seinna var kenndur við Hól. Ég hitti Hjalla í gær (fimmtudaginn 26 janúar) og sagði honum frá þessari mynd, ég væri að vinna hana í photoshop og ætlaði að stækka hana og gefa honum, varð hann mikið glaður og sagðist vilja endilega útvega mér einhverjar myndir sem hann ætti í fórum sínum, við ætluðum að vera í "bandi" og kæmi ég með myndina í næsta tíma í tónlistarskólanum. En svo berst sú sorgarfrétt um bæinn að Hjalli okkar hafi orðið bráðkvaddur á heimili sínu í morgun, þessi ljúflingur, mannvinur og barnavinur mesti er syrgður af öllum bæjarbúum.

» 3 hafa sagt sína skoðun

25.01.2006 08:58:08 / elba

Byggðin undir hrauninu

Þessi mynd er tekin frá Skansinum, þarna má sjá Bakkastíg, Gjábakkatúnið með öllum nýbyggingunum og þá Urðaveg.  Í þessari sundlaug lærðum við mörg að synda hjá þeim sundkennurum Bíbí á Gjábakka og Ástvaldi, einnig man ég eftir Friðrik Jessyni og Guðnýju.  Bakhurðin á sunlaugin sést greinilega, þarna stóðum við í biðröð og síðan var hleypt inn í hollum, talið inn í klefana.  Mér er minnisstætt þegar gúanóreykurinn hafði legið yfir austurbænum þá fékk sundlaugin vænan skammt af gúanómjöli bæði á botninn og einnig flaut einhver viðbjóður á yfriborðinu.  Já í dag hefðu allskonar nefndir og ráð fundað um óhollustuna fyrir blessuð börnin að synda í þessu, en við höfðum þetta samt og er í lagi með flest okkar þrátt fyrir allt.


» 3 hafa sagt sína skoðun

21.01.2006 16:39:38 / elba

Byggðin undir hrauninuEins og flestir hafa tekið eftir þá höfum við verið að vekja athygli á verkefninu Pompei norðursins, þar sem fyrirhugað er að grafa upp einhvern hluta bæjarins sem fór ekki undir hraunið heldur er falinn í öskunni við rætur Eldfells.   Hér er ein mynd  sem margir ættu að þekkja, þegar ég sá hana táraðist ég, því þetta var einn af mínum uppáhladsstöðum og þarna lék ég mér oft sem barn.  Þetta er Afapollur,  sem staðsettur var í urðunum nálægt þurrkhúsinu. Ég er ein af fáum sem afrekaði það að synda nokkra hringi í kringum steininn þá aðeins 8 eða 9 ára.  Við mikinn fögnuð stelpnanna á Urðaveginum og hvatningar hróp og köll þá hafðist þetta og var ég hetja allavegana í einn dag.   En þessa mynd færði mér Sísí Högna frá Vatnsdal og fékk hún hana frá Guðbjörgu í Skálholti.  Gaman væri að heyra um fleiri sem þorðu að synda í Afapolli.

» 2 hafa sagt sína skoðun

16.01.2006 16:34:00 / elba

Ég er komin í Hippa grúví stuð

Nú er  undirbúningur fyrir Hippahátíðina settur á fullt eftir áramótin, fyrirhuguð dagsetning er 24 og 25 mars n.k.  Enn og afur er komið vandamál með húsnæðið, enn vonandi verður búið að leysa þann vanda með einhverjum hætti.  En við höldum undirbúningi áfram þrátt fyrir smá mótvind.  Það er bara svo gaman að æfa þessi frábæru lög frá hippatímanum,  Hippabandið er í góðum gír, mikil vinátta og gleði  yfir þessu gæluverkefni.  En ég leyfi ykkur að fylgjast með nánari fréttum.  

» 5 hafa sagt sína skoðun

07.01.2006 21:34:51 / elba

Útsölur

Ég dreif mig á útsölu s.l. föstudag, ég þurfti að beita mig hörðu og finna sjálfsagann og notaði hann óspart á úrtölurnar og afsakanirnar, ég verð eins og 7 andlit Evu þegar kemur að fatakaupum, ein persónan er blíð og notalega og hvetur hræddu bolluna að horfa á spegilmynd sína með jákvæðum augum, þarna sé vel alinn kvennmaður, með fáar hrukkur vegna spiks-þrýstings sem er náttúrulegt á-étið collagen. Eftir nokkra innri baráttu slæ ég til, set upp hörkusvipinn og röntgen augnaráðið, fyrr en varir stend ég inni í búðinni, sláin með 30% afslættinum er spennandi, þarna er jakkin sem ég er búin að leita að, einnig buxurnar, vaaaá fullt af góðum fötum og til í stærri tölunum líka. Ég er komin með gott sem fullan fataskáp á handlegginn og nú skal “Máta og gráta” peysurnar voru flestar fallegri hangandi á herðatré, buxurnar ætlaðar magalausum með naflahring, niðurstaðan 30% árangur, eitthvað svart í universal stærð, eitthvað vítt í með engu sniði og teygjanleg skyrta. Ég ryðst út úr klefanum, eiginmaðurinn er mættur með budduna, horfir hikandi á mig með samúð í augum og spyr, varstu að máta? “Nei ég var að gráta”

» 5 hafa sagt sína skoðun

06.01.2006 16:42:01 / elba

Völvuspár

Já samkvæmt völvuspám þá verður veturinn la la, sumarið svona og svona, þjóhátíðin  frekar ófyrirsjánleg,  samgöngumálin í mikilli umræðu hér í Eyjum,  kosningarnar hitamál, náttúran ekki fyrirsjáanleg, má alltaf eiga vona á öllu sem engu.  Já svona hljóðar þeirra fyrirsjáanlegu spár.  Hver kjafur getur sagt fyrir um þetta ef hann er þokkalega að sér í þjóðmálum,  ekki skrýtið þó þær vilji ekki láta opinbert um persónu sína. 

» 0 hafa sagt sína skoðun

05.01.2006 17:37:28 / elba

Íþróttir, fótbolti, IBV og aftur IBV og aftur þarfir og þörf fyrir að þurfa.

Ég er bókstaflega kjaftstopp og með rit-harð-lífi, varla þorað að segja það sem mér finnst en skítt með það, hér kemur það, en til hvers þurfum við að eitt íþróttamannvirkið í viðbót?? Við höfum bara ekki efni á þessu Þetta er eins og að kaupa sér nuddpott í garðinn en geta svo ekki borgað rafmagnsreikninginn! Er bara hægt að heimta og heimta og segja allir hinir eru flottari en við! Við verðum svo púkó og enginn vill vera með okkur ef við fáum ekki það flottasta, nýjasta og betra en allir aðrir. Er lífið í þessum bæ fótbolti?

» 2 hafa sagt sína skoðun

01.01.2006 00:07:54 / elba

Gleðilegt ár

Það eru aðeins nokkra mínútur liðnar af nýja árinu , Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka kærlega fyrir árið sem leið.  Takk fyrir allar heimsóknir á bloggið .  

» 3 hafa sagt sína skoðun


Heimsóknir
Í dag:  7  Alls: 123142
Dagsetning
28. nóvember 2014
Klukkan
Síðast innskráður
Ég var síðast inni þann 13 október
Leitarbox