Hippinn
13.11.2006 19:06:08 / elba

Enn vantar myndir frá Hippaballinu í Rvk

Nú væri fínt að þeir hippar sem eiga myndir frá ballinu í Rvk, sendi mér þær svo ég geti sett þær á síðuna, ég sá að vísu myndir frá Hippaballinu 4 nóv s.l.  á vefsíður átthagafélags Vestmannaeyinga í Rvk en myndgæðin voru alveg hörmuleg,  sjaldan séð svo léleg myndgæði nema á myndum frá byrjun síðustu aldar.  En ef einvher leynist þarna úti sem á myndir í þokkalegum gæðum endilega sendið mér. En hér er linkurinn á heimasíður ÁTVR. 


» 0 hafa sagt sína skoðun

07.11.2006 23:08:07 / elba

Hippar og óveður

Jæja hippaballið tókst mjög vel, góð mæting og mikið stuð og frábært að hitta brottflutta eyjapeyja og pæjur.  Við gistum á frábærum stað, sem er eiginlega best geymda leyndarmálið í Rvk,  gistiheimilið Kríunes  sem er við Elliðavatn, þar er kyrrð, ró og rómantík enda getið þið séð heimasíðu þeirra með því að smella hér    En Hippabandið varð veðurteppt eins og allir hinir þennan óveðursdag.  Það var ekkert að veðri í Rvk einhverjar vindkviður  blésu upp heilan fréttatíma og  rifu upp aldar gamalt tré með rótum.  En mér skilst að um 1000 manns hafi beðið eftir að komast til og frá Eyjum,  og þetta sama fólk eyddi stórum hluta dagsins við að ná sambandi við afgreiðslu Herjólfs til að fá upplýsingar um framhaldið.  Svo kom að því að við héldum heim, fengum ekki far fyrr en með seinni ferð á mánudegi og máttum teljast heppin með það.  Í þorlákshöfn beið fjöldi fólks upp á von og óvon hvort það kæmist með bílana sína, þetta fólk hafði misst farið heim vegna óveðursins, ferðin þeirra var bara felld niður, "sorry þetta er þitt vandamál vinur"  Þetta fólk mátti horfa upp á það að 2 gámar voru settir um borð, frekar en að tæma biðlistann.  Undarlegt að ekki hafi verið sett á aukaferð, eða gámar og þeir bílar sem þegar höfðu safnast fyrir í Þorlákshöfn væru fluttir með einni næturferð.  Ja maður spyr sig....hverjum er verið að þjóna? hver ber ábyrgð á þessu klúðri?  Hver á að taka ákvörðun þegar svona neyð skapast?   Ég  hef enn ekki hitt neinn sem kann svör við því. 


» 2 hafa sagt sína skoðun

03.11.2006 14:30:16 / elba

Hippabandið á leið til Rvk

Hippabandið verður í Reykjavík núna um helgina og spilum við á Hippaballi sem haldið er á vegum "ÁTVR" (átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík)  Ballið er á laugardaginn í félagsheimili Seltjarnarness og opnar húsið kl 22:00 en Hippabandið byrjar að spila kl 23:00.  Handverksmarkaður Eyjamanna er í Mjoddinni og er opið í dag föstudag til kl 17:00 og á morgun laugardag frá kl 10:00 til 17:00.  Þar verða hippaföt til sölu ásamt hippaskarti og fleiru.  Einngi verður einhver rest af miðum á ballið til sölu þarna í Mjóddinni.   Allt hefur gengið samkvæmt áætlun nema að Hippabíllinn  var ekki í nógu góðu standi það hafðist ekki að gera við kúpplinguna þannig að við vildum ekki leggja það á hraðafíklana á fastalandinu að lulla í 2 gír alla leið í bæinn.  En eins og sannir hippar þá bar erum við kúl og slök, við ætlum að gera okkar besta og skemmta okkur í leiðinni.  Bestu Hippakveðjur á meðan


» 3 hafa sagt sína skoðun

24.10.2006 07:59:36 / elba

Myndir frá Hippahátíð nr 5

Það var kominn tími til að setja inn myndir frá síðustu Hippahátíð, hér má sjá Hippabandið við æfingar  svo má sjá myndir af Hippabandinu fara um bæinn og heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Smellið  hér   Góða skemmtun.


» 0 hafa sagt sína skoðun

17.10.2006 11:56:27 / elba

Er ekki búin að gleyma ykkur

Fór til Þýskalands í viku, svo hef ég verið að klára verkefni fyrir Leikfélag Vestmannaeyja, sé um tónlistarstjórnun og söngþjálfun söngvara í Skógarlíf.  Nú svo er ég að kynnast nýjum söngkennara sem hóf störf núna í haust,  hún er frá Eistlandi, þetta er ljúf og yndisleg manneskja með mikla reynslu og frábæra tækni, ætli ég nái bara ekki að útskrifast í vor með þessu áframhaldi.  Þá má ekki gleyma "Byggðinni undir hrauninu" ýmiskonar undirbúningsvinna er þar í gangi og miðar henni vel,  ég hef fengið heimildir og myndir frá nokkrum aðilum nú þegar þó svo að bréfin séu ekki farin enn, en þau fara í póst í næstu viku.  Það er mikil áhugi hjá mörgum fyrir þessu verkefni og er svo gaman að vinna að þessu með ykkur og er ég mjög þakklát fyrir alla hvatningu og stuðning.   Jæja held áfram á blogginu eftir því sem tíminn leyfir . En þessa dagana er ég ásamt Hippabandinu að undirbúa mini Hippahátíð sem haldin verður á vegum ÁTVR (átthagafélaga Vestmannaeyinga í Rvk) 4 nóv n.k. Æfingar hafa gengið vel og er mikil tilhlökkun hjá okkur að gera þetta.  Hippakveðjur á meðan. 

» 1 hafa sagt sína skoðun

20.08.2006 20:16:29 / elba

Þessi er frá Huldu í vatnsdal


Blátindur Heimagata 12b  íbúar 23 janúar 1973 Guðrún Sigurðardóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Anna O Jónsdóttir.  Prentsmiðjan Eyrún  Heimagata 15,  íbúar Gísli Gíslason og Guðrún Sveinbjörnsdóttir


» 6 hafa sagt sína skoðun

20.08.2006 20:06:47 / elba

Fann þessari í gömlu filmusafniÞessi mynd er tekin út um gluggan á símstöðinni , þarna sést í þakið á Búr og Kirkjuvegi 19, þá sést hægra meginn í Blátind og þar fyrir aftan Prentsmiðjuna og litla húsið í fjarsa er Húsavík.

Þessi mynd er tekin líklegast við Kirkjubæjarbraut, tengist örugglega Hanna, Dísu Birnu og Habbó, gott væri ef einhver þekkir þessi fallegu börn. Húsið í baksýn stendur líklega við Austurveg, gæti verið Svanhóll.


» 2 hafa sagt sína skoðun

11.08.2006 23:21:04 / elba

11 ágúst 2006

Jæja nú er dagur kominn að kveldi, hippinn orðinn 51 árs í dag,  mjög góður afmælisdagur, afrekaði ýmsu og fékk góða gesti, góðar kveðjur og fallegar gjafir.  Svo skrifaði Davíð sonur minn undir kaupsamning í dag,  hann og vinur hans hafa rekið saman heildsölubakarí í nokkurn tíma en gerðu í dag það sem hugurinn stefndi alltaf til að kaupa bakarí með búð og kaffiteríu.  Þeir keyptu bakarí í Álfheimunum og byrja reksturinn strax á morgun eða laugardaginn 12 ágúst.  Davíð og Styrmir fá hjartanlegar hamingjuóskir með þennan áfanga og óskum við þeim alls hins besta í framtíðinni, strákar þetta er góður dagur föstudagurinn 11 ágúst  að  kvitta fyrir heilu fyrirtæki og byrja nýja tíma.  Enn og aftur til hamingju strákar.  

» 1 hafa sagt sína skoðun

09.08.2006 09:29:57 / elba

Nú er loksins hægt að sjá eldri færslur

Hér neðarlega hægra meginn er hægt að sjá eldri færslur.  Byggðin undir hrauninu er á tímabilinu janúar, febrúar, mars, 2006. 

» 0 hafa sagt sína skoðun

06.08.2006 11:56:38 / elba

Þjóðhátíð

Í dag er sunnudagur, síðasti dagur þjóðhátíðar. Veðrið hefur ekki verið skemmtilegt, þetta setur sitt mark, þegar allt er svona blautt.  Í gærkvöldi biðum við spennt eftir tónleikum hjá Todmobil,  á undan voru þeir í Svörtum fötum, alveg frábærir,  heyrðist vel í söngvurum sem er sjaldgæft, en ekkert heyrðist í gítar, sáralítið í hljómborði,  en trommur og bassa-sound ráða öllu og er þetta hvimleiður ávani tæknimanna að halda að gott sound sé akkúrat svona.   Jæja en svo komu þeir loksins á svið, TODMOBIL!! og bjóst ég við meiru það verð ég að segja.... Soundið var hörmung,  Heyrðist ekkert í Andreu Gylfa,  ekkert í sellóinu, ekkert í gítar,  þar var bassinn og trommu í fyrirrúmi... við gáfusmt upp þarna í brekkunni, sár að fá ekki að heyra í þeim... Þau virtust samt hafa gott sviðs-sound því þau skemmtu sér greinilega mjög vel.  En þetta er vandamál sem virðist erfitt að ráða við og undarlegt með alla þessa tækni að ekki skuli finnast lausn á þessu,  ég varð verulega spæld og fúl að missa svona af þeim.

» 0 hafa sagt sína skoðun

31.07.2006 21:18:22 / elba

The Kinks

Við Arnór höfum verið að uppgötva algjöran fjársjóð undanfarna mánuði, það er hljómsveitin The Kinks. Bræðurnir Ray og Davie Davis voru snillingarnir, sömdu ótrúlega texta og melodíur. Textasmíð þeirra hefur verið ótrúlega djörf á þessum tíma, t.d. er lagið Lola um klæðskipting.... ótrúlega djörf hugtök í textasmíð þessa tíma. Lagið Picturebook er í algjöru uppáhaldi verður það þjóðhátíðarlagið í okkar tjaldi ásamt öllum hinum. Núna þessa dagana er ég að leggja lokahönd á nýja söngbók í tjaldið og er hún algjörlega tileinkuð The Kinks. Þannig að allri Kinks aðdáendur sameinist í tjaldinu okkar og syngjum eins og barkar og raddbönd leyfa....

Bræðurnir Ray og Davie 1964


Davie með gítarinn sem hann spilað á "You really got me"  (1964)


» 1 hafa sagt sína skoðun

28.07.2006 23:58:26 / elba

Dagur Davíðsson er 2 ára í dag 28 júlí 2006


Fallegur drengur og yndislegur, sem elskar gröfur.  Innilegar hamingjóskir frá ömmu og afa í Hjarðarholti Vestmannaeyjum

» 0 hafa sagt sína skoðun

26.07.2006 15:25:35 / elba

Myndir af árekstri 25 julí 2006

Davíð sonur minn býr á Bergstaðarstrætinu  í Rvk.  Þegar hann kom úr vinnu í gær þá lagðist hann smá stund í stofusófan, slaka á eftir langan vinnudag.  Á svona stundum er svo gott að eiga heimili, þar sem maður er öruggur.  ENN! hann hrekkur upp við þennan rosalega hvell, sófinn sem hann lá í henntis út á gólfið og fiskabúr (ca300lítra) vaggaði til.  Hávaðinn var rosalegur og Davíð kemur sér sem fyrst út úr íbúðinni og verður þá var við að nokkur fjöldi fólks hefur drifið að húsinu.  Einhver eldri maður  hafði bakkað jeppa á þvílíkum hraða að hann hafði stórskemmt bíl og keyrt niður biðskyldumerki og endað næstum inni í stofu hjá Davíð! Er það haft eftir lögreglunni að mildi var að bæði bíllinn og merkið skyldu draga þetta úr högginu, því samt hafði jeppinn að brjóta steisteyptan stofuvegginn hjá Davíð. Enginn slasaðist en eins og myndirnar sýna þá var mikil mildi að ekki fór ver.    

      
         


» 5 hafa sagt sína skoðun

22.07.2006 18:10:17 / elba

"Ástfangin í þér"

"ástfangin í þér"  er þjóðhátíðarlagið 2006.  Lag og texti Magnús Eiríksson.  Ég er búin að hlusta á það svona 10 sinnum í dag og venst þetta lag bara mjög vel.  Hrund Ósk syngur þetta fallega lag og gerir það með all sérstökum hætti,  söngstíllinn er sambland af Janis Joplin,  Ragnheiði Gröndal, smá af Andreu Gylfa, Megas og Melanei.  Ég finn ekki þjóðhátíðina ennþá í þessu lagi, það gerði ég nú ekki hledur með flest hin til að byrja með en stundin skapar minninguna og eftirá þá á þetta lag eftir að lifa í minningunni eins og flesti hin...,snoturt... sætt... flutningurinn sérstakur....svona þjóðlagastíll yfir þessu Já ég er bara nokkuð sátt.  

» 0 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2 3 4 5 ... 17
Heimsóknir
Í dag:  2  Alls: 123115
Dagsetning
26. nóvember 2014
Klukkan
Síðast innskráður
Ég var síðast inni þann 13 október
Leitarbox